„Ef ég væri í hans stöðu myndi ég segja, takk fyrir, en þetta er komið gott,“ segir Mustafa, faðir þýska landsliðsmannsins og leikmanns Arsenal, Mesut Özil.
Mesut Özil hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir að þýska landsliðið féll óvænt úr keppni á HM í Rússlandi, en liðið endaði í neðsta sæti F-riðils á mótinu.
Fyrirboða þess sem koma skildi mátti ef til vill sjá á æfingaleikjum liðsins í aðdraganda mótsins, en þar tapaði Þýskaland síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Brasilíu og Austurríki.
„Hann er beygður, vonsvikinn og móðgaður, já móðgaður. Hans eigin stuðningsmenn bauluðu á hann fyrir heimsmeistaramótið í æfingarleik gegn Austurríki og hann skilur ekki af hverju.“
„Mesut [Özil] hefur verið fyrirmynd í fjölda ára. Þessa aðstaða er fáránleg. Hann elskar Þýskaland og hefur sýnt tryggð við þjóðina. Það að hann sé gerður að blóraböggli er virkilega ósanngjarnt.“
Faðir Mesut Özil ráðleggur syni sínum að hætta með þýska landsliðinu
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn