Dráttarbátur ekki til á Húsavík þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júlí 2018 08:00 Hafnarsamlag Norðurlands fékk styrk frá Hafnabótasjóði fyrir 60 prósentum af kaupverði Seifs. Vegagerðin Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent