Ljós í gangaendanum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. júlí 2018 09:00 Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráðamanna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tímabært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgangast alltof lengi. Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsingamarkaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma. Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýðræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel. Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á móti. Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisframlaga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði yrði að bæta því tekjumissinn. Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðarnefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðallega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn. Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki sínu.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar