Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 HIV-veiran. Bóluefni gegn henni byggir á blöndu lyfja. Nordicphotos/Getty Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“ Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfjakúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólusetja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan vísindamenn staðfestu tilvisti HIV-veirunnar og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefnis. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig tilrauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“
Birtist í Fréttablaðinu Úganda Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira