Mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 15:30 Marcus Berg toga í stuttbuxur Svisslendingsins Johan Djourou. Vísir/Getty John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira