Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 22:15 Þórhallur Pálsson, leiðsögumaður Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57
Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38