Sakar Rússa um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 20:06 Frá vettvangsrannsókn lögreglu í Amesbury í dag. vísir/ap Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag. Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, sakar rússnesk stjórnvöld um að nota Bretland sem „ruslatunnu“ fyrir eitur eftir að í ljós að komið að parið sem veiktist af völdum taugaeitursins novichok hafði handleikið einhvern hlut sem reyndist eitraður. Javid segir að bresk yfirvöld muni ráðfæra sig við bandamenn sína varðandi möguleg viðbrögð gagnvart Rússum og hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að útskýra „hvað sé eiginlega í gangi.“ Eitrið sem varð til þess að parið Dawn Sturgess og Charlie Rowley veiktust alvarlega er sama eitur og var notað til að eitra fyrir fyrrverandi rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu. Þau veiktust í Salisbury en Sturgess og Rowley bjuggu í Amesbury, skammt frá Salisbury. Eftir taugaeitursárásina á Skripal-feðginin í mars síðastliðnum vöruðu yfirvöld í Salisbury almenning við því að taka upp óþekkta hluti. Ákveðið var að fara ekki í allsherjar athugun á því í bænum hvort að eitrið leyndist víðar en þar sem eitrað var fyrir feðginunum en yfirvöld sögðu að þau gætu ekki útilokað að meira af taugaeitrinu væri í bænum. „Það er unnið út frá því að parið hafi komist í snertingu við taugaeitrið annars staðar en þar sem hreinsað var upp eftir árásina í Salisbury,“ sagði innanríkisráðherrann í dag. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því að hafa eitthvað með eitrunina í Amesbury að gera og hafa boðið fram aðstoð sína við rannsókn málsins, líkt og þau gerðu í tilfelli Skripal-feðginanna. „Augu allra beinast nú að Rússlandi, ekki síst vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er kominn tími til að rússnesk yfirvöld stígi fram og útskýri hvað sé á seyði. [...] Við munum mæta öllu því sem ógnar öryggi okkar og bandamanna. Það er óásættanlegt að landsmenn séu skotmörk, hvort sem það er vísvitandi eða óvart, og að strætin, garðar og bæir séu ruslatunnur fyrir eitur,“ sagði Javid á breska þinginu í dag.
Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Óttast aðra eitrun í Salisbury Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar. 4. júlí 2018 07:08