Sumar stóru félagsskiptanna í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 14:30 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum. Vísir/bára Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira