Segja eina stærstu stjörnu franska landsliðsins líta á sig sem hálfan Úrúgvæa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 12:00 Antoine Griezmann heilsar Lionel Messi fyrir leik Frakka og Argentínu í 16 liða úrslitum HM. Vísir/Getty Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira