Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 08:58 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira