FIFA skammar sendiherra sinn Diego Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 10:30 Diego Maradona í stúkunni á HM. Vísir/Getty Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Þetta hefur verið erfið heimsmeistarakeppni fyrir argentinsku knattspyrnugoðsögnina Diego Maradona. Bæði liðin hans féllu úr leik í sextán liða úrslitunum og enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslit. Maradona hélt að sjálfsögðu með Argentínumönnum á mótinu og upplifði tilfinningarússibana í stúkunni í leikjum liðsins en eftir að argentínska landsliðið var slegið út þá stökk hann á kólumbíska vagninn. Ferðin hans var hinsvegar stutt því liðið var einnig slegið út í sextán liða úrslitunum. Maradona, af öllum mönnum, hélt því síðan fram eftir Englandsleikinn að Kólumbíumenn hafi verið rændir í þessum leik sínum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi.FIFA says it 'strongly rebukes' comments made by its ambassador Diego Maradona after he said the outcome of the game was a 'monumental theft.' Yet I'm sure he will be able to attend any game he wants... pic.twitter.com/1UJeXfVvHs — Team FA (@TeamFA) July 5, 2018 „Ég er leiður fyrir hönd kólumbísku þjóðarinnar. Ég fagnaði marki Kólumbíu eins og ég hefði sjálfur skallað boltann í markið,“ sagði Maradona eftir leikinn. Diego Maradona gagnrýndi harðlega frammistöðu bandaríska dómarans Mark Geiger sem gaf Kólumbíumönnum meðal annars sex af átta gulu spjöldum leiksins og gaf enska liðinu víti. Maradona sagði meðal annars að Harry Kane hafi verið brotlegur áður en hann fiskaði vítið og gagnrýndi einnig þá ákvörðun Pierluigi Collina, yfirmanns dómaramála hjá FIFA, að láta bandaríska dómarann dæma þennan leik. Maradona er starfandi sendiherra FIFA og hann hefur nú fengið ávítur frá sambandinu fyrir ómaklega gagrnýni sína á Geiger. Maradona mætti á leikina á HM í boði FIFA og var hann sérstakur heiðursgestur sambandsins. „FIFA þykir mjög leiðinlegt að lesa svona yfirlýsingar frá leikmanni sem hefur skrifað sögu okkar íþróttar,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira