Íhugar framboð gegn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2018 07:59 Michael Avenatti ásamt umbjóðanda sínum, Stormy Daniels. Vísir/getty Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Frá þessu greindi Avenatti í tísti í gærkvöld. Þar sagðist hann ætla að bjóða sig fram ef enginn frambjóðandi kæmi fram „sem hefði raunverulegan möguleika“ á að sigra forsetakosningarnar. „Ég elska landið okkar, gildi þess og þjóð of mikið til að sitja hjá meðan verið er að eyðileggja þetta allt,“ skrifaði Avenatti á Twitter. Í samtali við CNN staðfesti Avenatti að hann meinti hvert orð í tístinu og bætti við að það væru þrír hlutir sem Trump skortir að hans mati: „Heila, hjarta og hugrekki.“ Hann segist hins vegar vera rétti maðurinn fyrir starfið, enda „baráttuhundur.“IF (big) he seeks re-election, I will run, but only if I think that there is no other candidate in the race that has a REAL chance at beating him. We can't relive 2016. I love this country, our values and our people too much to sit by while they are destroyed. #FightClub #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 4, 2018 Lögmaðurinn hefur verið einn háværasti gagnrýnandi Trumps á síðustu mánuðum, eða allt frá því að mál klámmyndaleikkonunnar komst í hámæli. Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við núverandi forseta árið 2006, skömmu eftir að eiginkona hans, Melania Trump, eignaðist son þeirra Barron. Síðan þá hefur komið í ljós, og verið staðfest af forsetanum sjálfum og lögmönnum hans, að Daniels fékk greidda 130 þúsund dali frá Trump. Hún heldur því fram að markmið greiðslunnar hafi verið að kaupa þögn hennar. Allar götur síðan hefur Avenatti farið mikinn í gagnrýni sinni á forsetann. Sagði hann til að mynda fyrr á þessu ári að engar líkur væru á því að Trump myndi sitja út allt kjörtímabilið sitt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28