Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 06:00 Þórdís Kolbrún ætlar að halda áfram að skoða gististarfsemi hér á landi og hyggst fá önnur ráðuneyti að borðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33
Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42