Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2018 20:00 Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð." Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð."
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira