Arðbærar fjárfestingar og sterkara raforkukerfi Jón Skafti Gestsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Skafti Gestsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun