Fótbolti

Sumarmessan: „Pútín er valdamikill en þessu getur hann ekki stýrt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðurinn Dynamo Þras var á sínum stað í Sumarmessunni í gær og strákarnir voru í miku stuði. Þeir ræddu hin ýmsu mál.

Fyrsta málefnið var hvort að fótboltinn væri að koma heim og Gunnleifur Gunnleifsson tók það á sig að vera fyrstur til að svara.

„Ef Englendingar hefðu fengið einhverja aðra en gula vegginn þá væri hann líklega á leiðinni heim en ég held að þeir verði að bóka sér flug heim á laugardagskvöldið,” sagði Gunnleifur.

„Þetta smellpassar fyrir Englendinga að vera heimsmeistarar núna. Það er búið að tala um Pep Guardiola-áhrifin. Í því landi sem Guardiola þjálfar, það verður heimsmeistari og það í þriðja skipti núna.”

„Það er allt önnur holning í stemningu hjá Englandi. Þetta er leiðin hjá Englandi að verða heimsmeistari,” bætti Gunnar á völlum við.

Næst var þrasað um hverjir fara í undanúrslit og síðasta þrasið var um hvort að Rússarnir gætu unnið HM en þeir mæta Króatíu í 8-liða úrslitunum.

„Pútin er valdamikill en þessu getur hann ekki stýrt,” sagði Jóhannes Karl.

Alla umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×