Hákon Sigursteinsson ráðinn framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júlí 2018 11:48 Hákon Sigursteinsson sálfræðingur tekur við af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Mynd/Reykjavíkurborg Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga. Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga.
Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48
Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48