Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 09:30 Gareth Southgate 2018 og 1996. Vísir/Getty Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira