„Þetta er besta hugmynd Bandaríkjanna“ Jill Esposito skrifar 4. júlí 2018 07:00 Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hugann sérstaklega að því sem þjóðin er stoltust af: jafnrétti kynjanna, endurnýjanlegri orku og sjálfbærni, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu í þessari viku og við Bandaríkjamenn getum einnig verið stoltir af því sem við höfum lagt af mörkum til heimsins. Mörg þekktustu kennileita Bandaríkjanna, svo sem Miklagljúfur (Grand Canyon) og Gateway-boginn í St. Louis, eru hluti af þjóðgarðakerfinu okkar, sem er oft kallað „besta hugmynd Bandaríkjanna“. Í sumar mun sendiráð Bandaríkjanna standa fyrir herferð til að kynna starfsemi og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða fyrir Íslendingum og styrkja um leið mikil og góð tengsl þjóðanna tveggja. Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og allar götur síðan hafa Bandaríkin verið talsmenn hugmyndafræðinnar um þjóðgarða víðsvegar um heiminn. Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir bandarísku gildin jafnrétti og lýðræði. Eins og Franklin Roosevelt forseti sagði: „Grundvallarhugmyndin á bak við þjóðgarðana er sú að landið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Á síðasta ári komu um það bil 330 milljónir gesta frá öllum heimshornum í bandaríska þjóðgarða. Þetta olli gríðarlegu álagi á vegakerfið og alla aðstöðu og þjónustu á þjóðgarðasvæðunum. Í byggðunum næst þjóðgörðunum á sér nú stað samfélagsumræða um æskilegasta jafnvægið á milli jákvæðra áhrifa ferðaþjónustu og álagsins sem ferðamenn valda á innviði samfélagsins. Þetta hljómar eflaust kunnuglega í eyrum Íslendinga. Raunar hefur reynsla okkar af rekstri þjóðgarða orðið hvati að ýmsum spennandi samstarfsverkefnum milli Íslands og sendiráðsins okkar. Með þessum verkefnum vonumst við til að geta aðstoðað Íslendinga við að leita lausna á einu brýnasta vandamálinu hér á Íslandi: að verja ósnortið víðerni fyrir álaginu sem fylgir komu stórra hópa áhugasamra ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti sendiráð Bandaríkjanna á laggirnar verkefni í samstarfi við Landvernd, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála. Verkefnið kallast CARE og markmiðið er að fá ferðamenn til að gróðursetja tré og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp íslensku skóglendin. Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir vilja upplifa og auðga náttúrulega fegurð Íslands og CARE nýtir sér þennan áhuga. Síðasta haust bauð sendiráðið mörgum af lykilstjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir skoðuðu meðal annars Acadia-þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er svæði sem einkennist af hrjóstrugu landslagi og á næsta leiti er bærinn Bar Harbor, með um það bil 6.000 íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir ferðamanna á síðasta ári. Er þetta ekki eitthvað sem hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum? Við vonum að íslensku gestirnir hafi fengið hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við svipaðar áskoranir, á sjálfbærari hátt, með því að kynna sér byrjunarörðugleikana sem Acadia hefur þurft að takast á við. Eftir þessi vel heppnuðu verkefni lá beinast við að næsta skref yrði formleg tenging Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna við samsvarandi aðila á Íslandi. Sérfræðingar frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á heimsókn til Reykjavíkur í haust og hafa jafnframt boðið íslenskum samstarfsaðilum sínum til Bandaríkjanna til að halda samtalinu áfram þar. Aðilar í báðum löndum hafa rætt saman í gegnum Skype um nokkurra mánaða skeið og eru allir spenntir fyrir væntanlegu samstarfi, þar sem reynsla beggja landa af góðum starfsvenjum verður kynnt og rædd. Þetta verður spennandi ár! Fylgist með sendiráðinu á samfélagsmiðlum til að fá fleiri fréttir, þar á meðal tilkynningar um opna viðburði þar sem starfsemi þjóðgarðanna verður kynnt sérstaklega. Að lokum sendir sendiráð Bandaríkjanna ykkur hlýjar kveðjur og hvatningu til að heimsækja og kynnast þjóðgörðum Bandaríkjanna af eigin raun.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands gefst landsmönnum gott tækifæri til að leiða hugann sérstaklega að því sem þjóðin er stoltust af: jafnrétti kynjanna, endurnýjanlegri orku og sjálfbærni, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin fagna 242 ára sjálfstæðisafmæli sínu í þessari viku og við Bandaríkjamenn getum einnig verið stoltir af því sem við höfum lagt af mörkum til heimsins. Mörg þekktustu kennileita Bandaríkjanna, svo sem Miklagljúfur (Grand Canyon) og Gateway-boginn í St. Louis, eru hluti af þjóðgarðakerfinu okkar, sem er oft kallað „besta hugmynd Bandaríkjanna“. Í sumar mun sendiráð Bandaríkjanna standa fyrir herferð til að kynna starfsemi og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða fyrir Íslendingum og styrkja um leið mikil og góð tengsl þjóðanna tveggja. Yellowstone-þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og allar götur síðan hafa Bandaríkin verið talsmenn hugmyndafræðinnar um þjóðgarða víðsvegar um heiminn. Þjóðgarðar eru einkennandi fyrir bandarísku gildin jafnrétti og lýðræði. Eins og Franklin Roosevelt forseti sagði: „Grundvallarhugmyndin á bak við þjóðgarðana er sú að landið tilheyri fólkinu.“ Þjóðgarðakerfið tekur nú til yfir 400 svæða í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Á síðasta ári komu um það bil 330 milljónir gesta frá öllum heimshornum í bandaríska þjóðgarða. Þetta olli gríðarlegu álagi á vegakerfið og alla aðstöðu og þjónustu á þjóðgarðasvæðunum. Í byggðunum næst þjóðgörðunum á sér nú stað samfélagsumræða um æskilegasta jafnvægið á milli jákvæðra áhrifa ferðaþjónustu og álagsins sem ferðamenn valda á innviði samfélagsins. Þetta hljómar eflaust kunnuglega í eyrum Íslendinga. Raunar hefur reynsla okkar af rekstri þjóðgarða orðið hvati að ýmsum spennandi samstarfsverkefnum milli Íslands og sendiráðsins okkar. Með þessum verkefnum vonumst við til að geta aðstoðað Íslendinga við að leita lausna á einu brýnasta vandamálinu hér á Íslandi: að verja ósnortið víðerni fyrir álaginu sem fylgir komu stórra hópa áhugasamra ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti sendiráð Bandaríkjanna á laggirnar verkefni í samstarfi við Landvernd, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála. Verkefnið kallast CARE og markmiðið er að fá ferðamenn til að gróðursetja tré og leggja þannig sitt af mörkum við að byggja upp íslensku skóglendin. Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir vilja upplifa og auðga náttúrulega fegurð Íslands og CARE nýtir sér þennan áhuga. Síðasta haust bauð sendiráðið mörgum af lykilstjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu í heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem gestirnir skoðuðu meðal annars Acadia-þjóðgarðinn í Maine-ríki. Acadia er svæði sem einkennist af hrjóstrugu landslagi og á næsta leiti er bærinn Bar Harbor, með um það bil 6.000 íbúa, en þangað komu 3,5 milljónir ferðamanna á síðasta ári. Er þetta ekki eitthvað sem hljómar kunnuglega fyrir Íslendingum? Við vonum að íslensku gestirnir hafi fengið hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við svipaðar áskoranir, á sjálfbærari hátt, með því að kynna sér byrjunarörðugleikana sem Acadia hefur þurft að takast á við. Eftir þessi vel heppnuðu verkefni lá beinast við að næsta skref yrði formleg tenging Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna við samsvarandi aðila á Íslandi. Sérfræðingar frá Þjóðgarðastofnuninni stefna á heimsókn til Reykjavíkur í haust og hafa jafnframt boðið íslenskum samstarfsaðilum sínum til Bandaríkjanna til að halda samtalinu áfram þar. Aðilar í báðum löndum hafa rætt saman í gegnum Skype um nokkurra mánaða skeið og eru allir spenntir fyrir væntanlegu samstarfi, þar sem reynsla beggja landa af góðum starfsvenjum verður kynnt og rædd. Þetta verður spennandi ár! Fylgist með sendiráðinu á samfélagsmiðlum til að fá fleiri fréttir, þar á meðal tilkynningar um opna viðburði þar sem starfsemi þjóðgarðanna verður kynnt sérstaklega. Að lokum sendir sendiráð Bandaríkjanna ykkur hlýjar kveðjur og hvatningu til að heimsækja og kynnast þjóðgörðum Bandaríkjanna af eigin raun.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar