Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 15:46 Leit að Aleshu MacPhail stóð yfir í tvo og hálfan tíma áður en hún fannst látin í hótelrústum. Facebook/Angela King Sex ára skosk stúlka, Alesha MacPhail, fannst látin í rústum gistiheimilis á eyjunni Bute við vesturströnd Skotlands í gærmorgun. Yfirkennari Chapelside-barnaskólans, sem MacPhail gekk í, minntist nemanda síns með hlýju í dag. Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. Lík hennar fannst tveimur og hálfum klukkutíma eftir að lögreglu á Bute var tilkynnt um hvarfið. Eins og áður sagði er fundarstaðurinn gamlar hótelrústir í skóglendi í um tuttugu mínútna fjarlægð frá húsi föðurforeldra hennar, þar sem hún dvaldi ásamt föður sínum. Samkvæmt frétt BBC rannsakar lögregla andlát MacPhail sem „óútskýrt atvik“ og biðlar til allra sem kynnu að búa yfir upplýsingum um málið að gefa sig fram. Fjölmennur hópur lögreglumanna er staddur á eyjunni við rannsókn málsins. MacPhail gekk í Chapelside-barnaskólann í skoska bænum Airdrie en hún virðist hafa búið í bænum ásamt móður sinni. Yfirkennari skólans, Wendie Davie, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem minntist stúlkunnar með mikilli hlýju. „Hún elskaði að vera í skólanum og þótti gaman að lesa og skrifa. Hún var mikill fullkomnunarsinni þegar kom að handskrift og var mjög stolt af verkum sínum.“ Þá sagði Davie að MacPhail hefði verið vinaleg og tillitsöm. Hún hafi átt marga félaga í skólanum, enda brosmild og hamingjusöm ung stúlka. Íbúar á eyjunni Bute hafa einnig vottað fjölskyldu MacPhail samúð sína. Margir hafa skilið eftir blóm og skilaboð við heimili fjölskyldunnar til minningar um stúlkuna. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Sex ára skosk stúlka, Alesha MacPhail, fannst látin í rústum gistiheimilis á eyjunni Bute við vesturströnd Skotlands í gærmorgun. Yfirkennari Chapelside-barnaskólans, sem MacPhail gekk í, minntist nemanda síns með hlýju í dag. Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. Lík hennar fannst tveimur og hálfum klukkutíma eftir að lögreglu á Bute var tilkynnt um hvarfið. Eins og áður sagði er fundarstaðurinn gamlar hótelrústir í skóglendi í um tuttugu mínútna fjarlægð frá húsi föðurforeldra hennar, þar sem hún dvaldi ásamt föður sínum. Samkvæmt frétt BBC rannsakar lögregla andlát MacPhail sem „óútskýrt atvik“ og biðlar til allra sem kynnu að búa yfir upplýsingum um málið að gefa sig fram. Fjölmennur hópur lögreglumanna er staddur á eyjunni við rannsókn málsins. MacPhail gekk í Chapelside-barnaskólann í skoska bænum Airdrie en hún virðist hafa búið í bænum ásamt móður sinni. Yfirkennari skólans, Wendie Davie, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem minntist stúlkunnar með mikilli hlýju. „Hún elskaði að vera í skólanum og þótti gaman að lesa og skrifa. Hún var mikill fullkomnunarsinni þegar kom að handskrift og var mjög stolt af verkum sínum.“ Þá sagði Davie að MacPhail hefði verið vinaleg og tillitsöm. Hún hafi átt marga félaga í skólanum, enda brosmild og hamingjusöm ung stúlka. Íbúar á eyjunni Bute hafa einnig vottað fjölskyldu MacPhail samúð sína. Margir hafa skilið eftir blóm og skilaboð við heimili fjölskyldunnar til minningar um stúlkuna.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira