Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:02 Breskir kafarar leggja á ráðin um næstu skref. Búið er að koma upp gríðarstórum búðum í hellinum, fullum af súrefniskútum og vistum fyrir björgunarfólk og drengina. Vísir/getty Bill Whitehouse, varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins sem hjálpar til við björgun tælensku fótboltadrengjanna, efast um að hægt verði að kenna þeim að kafa. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum. Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinumAðspurður um möguleikann á því að hægt verði að kenna drengjunum að kafa sagði Whitehouse, sem hefur áratuga reynslu af samskonar björgunum, að þó svo að það sé ekki fullkomlega ómögulegt verði það að teljast afar ólíklegt. Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki. Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.Tælenskur björgunarsveitarmaður heldur hér á grímu, svipaðir þeirri og óskað hefur verið eftir.Vísir/epaHann segir að bresku hellakafararnir sem sendir voru á vettvang séu meðal þeirra færustu í heiminum. Þeir hafi ýmist þurft að synda á móti sterkum straumum í hellinum eða beinlínis þurft að draga sig áfram, en úrhelli síðustu daga hefur myndað mikinn vatnselg. Whitehouse áætlar að alls hafi þeir þurfti að kafa um 1,5 kílómetra í hellinum til að komast að drengjunum og að ferðalagið fram og til baka taki um þrjár klukkustundir. Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum. Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum. Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018 Tengdar fréttir Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Bill Whitehouse, varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins sem hjálpar til við björgun tælensku fótboltadrengjanna, efast um að hægt verði að kenna þeim að kafa. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum. Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinumAðspurður um möguleikann á því að hægt verði að kenna drengjunum að kafa sagði Whitehouse, sem hefur áratuga reynslu af samskonar björgunum, að þó svo að það sé ekki fullkomlega ómögulegt verði það að teljast afar ólíklegt. Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki. Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.Tælenskur björgunarsveitarmaður heldur hér á grímu, svipaðir þeirri og óskað hefur verið eftir.Vísir/epaHann segir að bresku hellakafararnir sem sendir voru á vettvang séu meðal þeirra færustu í heiminum. Þeir hafi ýmist þurft að synda á móti sterkum straumum í hellinum eða beinlínis þurft að draga sig áfram, en úrhelli síðustu daga hefur myndað mikinn vatnselg. Whitehouse áætlar að alls hafi þeir þurfti að kafa um 1,5 kílómetra í hellinum til að komast að drengjunum og að ferðalagið fram og til baka taki um þrjár klukkustundir. Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum. Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum. Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018
Tengdar fréttir Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23