Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:27 Philip Wilson neitaði sök. Vísir/EPA Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Aldrei áður hefur jafn háttsettur embættismaður innan kaþólsku kirkjunnar í heiminum verið fundinn sekur um brot af þessu tagi. Biskupinn, Philip Wilson, er sagður hafa aðstoðað presta í Ástralíu við að hylma yfir brot sín gegn altarisdrengjum en hann hefur ætíð neitað sök. Hann var fundinn sekur um brotin í síðasta mánuði en var aftur leiddur fyrir dómara í morgun sem ákvað refsingu hans. Wilson hlaut 12 mánaða fangelsisdóm sem fyrr segir en gert er ráð fyrir því að hann muni afplána hann í stofufangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn eftir um hálft ár.Sjá einnig: Erkibiskup fundinn sekur um hylminguDómarinn í málinu segir að Wilson hafi ekki sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Hann hefur til að mynda ekki enn sagt af sér sem erkibiskup í Adelaide, þrátt fyrir dóminn. Hann baðst þó undan skyldum sínum í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar. Dómara málsins þótti sannað að Wilson hafi ekki greint frá kynferðisbrotum prestsins James Patrcik Fletcher, sem dæmdur var fyrir níu brot gegn börnum árið 2004. Hann lést árið 2006. Wilson þvertók fyrir það að hafa vitað af framferði Fletcher. Hann segist þannig ekkert til í því að þolendur prestsins hafi tjáð honum af brotunum á sínum tíma. Einn þolendanna sem bar vitni við réttarhöldin sagði að Wilson hafi skammað sig fyrir að bera sakirnar á prestana. Drengurinn, sem þá var 11 ára, sagði að Wilson hafi sakað sig um lygar og ætti því að fara með tíu Maríubænir til að gera upp syndir sínar. Verjendur Wilson reyndu fjórum sinnum að fá málinu vísað frá vegna heilsu biskupsins. Hann er 67 ára gamall og hefur verið greindur með Alzheimer. Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Aldrei áður hefur jafn háttsettur embættismaður innan kaþólsku kirkjunnar í heiminum verið fundinn sekur um brot af þessu tagi. Biskupinn, Philip Wilson, er sagður hafa aðstoðað presta í Ástralíu við að hylma yfir brot sín gegn altarisdrengjum en hann hefur ætíð neitað sök. Hann var fundinn sekur um brotin í síðasta mánuði en var aftur leiddur fyrir dómara í morgun sem ákvað refsingu hans. Wilson hlaut 12 mánaða fangelsisdóm sem fyrr segir en gert er ráð fyrir því að hann muni afplána hann í stofufangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn eftir um hálft ár.Sjá einnig: Erkibiskup fundinn sekur um hylminguDómarinn í málinu segir að Wilson hafi ekki sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Hann hefur til að mynda ekki enn sagt af sér sem erkibiskup í Adelaide, þrátt fyrir dóminn. Hann baðst þó undan skyldum sínum í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar. Dómara málsins þótti sannað að Wilson hafi ekki greint frá kynferðisbrotum prestsins James Patrcik Fletcher, sem dæmdur var fyrir níu brot gegn börnum árið 2004. Hann lést árið 2006. Wilson þvertók fyrir það að hafa vitað af framferði Fletcher. Hann segist þannig ekkert til í því að þolendur prestsins hafi tjáð honum af brotunum á sínum tíma. Einn þolendanna sem bar vitni við réttarhöldin sagði að Wilson hafi skammað sig fyrir að bera sakirnar á prestana. Drengurinn, sem þá var 11 ára, sagði að Wilson hafi sakað sig um lygar og ætti því að fara með tíu Maríubænir til að gera upp syndir sínar. Verjendur Wilson reyndu fjórum sinnum að fá málinu vísað frá vegna heilsu biskupsins. Hann er 67 ára gamall og hefur verið greindur með Alzheimer.
Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04