Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:27 Philip Wilson neitaði sök. Vísir/EPA Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Aldrei áður hefur jafn háttsettur embættismaður innan kaþólsku kirkjunnar í heiminum verið fundinn sekur um brot af þessu tagi. Biskupinn, Philip Wilson, er sagður hafa aðstoðað presta í Ástralíu við að hylma yfir brot sín gegn altarisdrengjum en hann hefur ætíð neitað sök. Hann var fundinn sekur um brotin í síðasta mánuði en var aftur leiddur fyrir dómara í morgun sem ákvað refsingu hans. Wilson hlaut 12 mánaða fangelsisdóm sem fyrr segir en gert er ráð fyrir því að hann muni afplána hann í stofufangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn eftir um hálft ár.Sjá einnig: Erkibiskup fundinn sekur um hylminguDómarinn í málinu segir að Wilson hafi ekki sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Hann hefur til að mynda ekki enn sagt af sér sem erkibiskup í Adelaide, þrátt fyrir dóminn. Hann baðst þó undan skyldum sínum í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar. Dómara málsins þótti sannað að Wilson hafi ekki greint frá kynferðisbrotum prestsins James Patrcik Fletcher, sem dæmdur var fyrir níu brot gegn börnum árið 2004. Hann lést árið 2006. Wilson þvertók fyrir það að hafa vitað af framferði Fletcher. Hann segist þannig ekkert til í því að þolendur prestsins hafi tjáð honum af brotunum á sínum tíma. Einn þolendanna sem bar vitni við réttarhöldin sagði að Wilson hafi skammað sig fyrir að bera sakirnar á prestana. Drengurinn, sem þá var 11 ára, sagði að Wilson hafi sakað sig um lygar og ætti því að fara með tíu Maríubænir til að gera upp syndir sínar. Verjendur Wilson reyndu fjórum sinnum að fá málinu vísað frá vegna heilsu biskupsins. Hann er 67 ára gamall og hefur verið greindur með Alzheimer. Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Aldrei áður hefur jafn háttsettur embættismaður innan kaþólsku kirkjunnar í heiminum verið fundinn sekur um brot af þessu tagi. Biskupinn, Philip Wilson, er sagður hafa aðstoðað presta í Ástralíu við að hylma yfir brot sín gegn altarisdrengjum en hann hefur ætíð neitað sök. Hann var fundinn sekur um brotin í síðasta mánuði en var aftur leiddur fyrir dómara í morgun sem ákvað refsingu hans. Wilson hlaut 12 mánaða fangelsisdóm sem fyrr segir en gert er ráð fyrir því að hann muni afplána hann í stofufangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn eftir um hálft ár.Sjá einnig: Erkibiskup fundinn sekur um hylminguDómarinn í málinu segir að Wilson hafi ekki sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Hann hefur til að mynda ekki enn sagt af sér sem erkibiskup í Adelaide, þrátt fyrir dóminn. Hann baðst þó undan skyldum sínum í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar. Dómara málsins þótti sannað að Wilson hafi ekki greint frá kynferðisbrotum prestsins James Patrcik Fletcher, sem dæmdur var fyrir níu brot gegn börnum árið 2004. Hann lést árið 2006. Wilson þvertók fyrir það að hafa vitað af framferði Fletcher. Hann segist þannig ekkert til í því að þolendur prestsins hafi tjáð honum af brotunum á sínum tíma. Einn þolendanna sem bar vitni við réttarhöldin sagði að Wilson hafi skammað sig fyrir að bera sakirnar á prestana. Drengurinn, sem þá var 11 ára, sagði að Wilson hafi sakað sig um lygar og ætti því að fara með tíu Maríubænir til að gera upp syndir sínar. Verjendur Wilson reyndu fjórum sinnum að fá málinu vísað frá vegna heilsu biskupsins. Hann er 67 ára gamall og hefur verið greindur með Alzheimer.
Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04