Innlent

Bílastæðagjöld hækka mikið

Hækkunin getur numið 50 prósentum.
Hækkunin getur numið 50 prósentum. Vísir/pjetur
Um mánaðamótin hækkuðu bílastæðagjöld á Þingvöllum um allt að helming. Hið sama gildir um gjald fyrir köfun í Silfru.

Ökumenn einkabifreiða þurfa nú að greiða 750 krónur fyrir að leggja í gjaldskylt bílastæði en upphæðin var 500 krónur áður. Gjaldið fyrir jeppa og hópferðabíla ætlaða færri en átta farþegum hækkar um 250 krónur og er nú 1.000 krónur. Hópferðabílar fyrir 20 farþega eða fleiri þurfa að greiða 3.500 krónur í stað 3.000 áður.

Sé gjaldið greitt er heimilt að láta bifreiðina standa í stæðinu í sólarhring. Sé farið yfir þau mörk er heimilt að fjarlægja bifreiðina á kostnað eiganda. Fyrir hverja einstaka köfun í Silfru skulu nú greiðast 1.500 krónur í stað 1.000 króna áður.

Þá kostar nú 1.300 krónur á mann að tjalda í þjóðgarðinum auk þess sem 300 krónur bætast við ef gist er í fellihýsi, hjólhýsi eða tjaldvagni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×