Íslenska ríkið sýknað af milljarða kröfu þýsks banka vegna hrunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 15:30 LBBW er einn stærsti héraðsbanki Þýskalands. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37