Fótbolti

Sumarmessan: Xavi eða Mancini mögulegir eftirmenn Hierro?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánn er úr leik á HM í Rússlandi 2018 en mikið fjaðrafok hefur verið í kringum þjálfarteymi liðsins. Þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir mót og Fernando Hierro tók við stjórnartaumunum.

Nú eru Spánverjarnir dottnir út og strákarnir í Sumarmessunni fóru yfir stöðuna í þættinum í gærkvöldi hvort að halda ætti Hierro eða ekki.

„Hann er búinn að fá stuttan tíma og er að reyna halda því áfram sem forveri hans var að gera. Þú hefur engan tíma til að breyta neinu og koma með þínar hugmyndir,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Ef spænska sambandið hefur mikla trú á honum þá gæti verið að hann verði áfram en kannski sáu þeir hann bara sem mann til þess að leysa af þessa keppni.”

„Hann er ekki búinn að sýna mér neitt. Ég veit ekkert hvort að hann sé rétti maðurinn í þetta og verði áfram,” áður en Hjörvar Hafliðason tók við boltanum:

„Ef Roberto Mancini klárar þetta með Belgana þá gæti hann orðið nafn sem menn hefðu áhuga á. Ég væri til í að sjá goðsögn taka við þessu. Xavi?”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×