Íslendingaliðin Djurgarden og Kristianstads gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn í vörn Kristianstad líkt og Ingibjörg Sigurðardóttir gerði fyrir Djurgarden. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgarden.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn fékk á sig mark á 72. mínútu þegar Alice Nilsson kom gestunum frá Kristiandstad yfir.
Michaela van der Bulk tryggði Djurgarden stig með því að jafna leikinn á 85. mínútu.
Djurgarden er einu stigi frá fallsæti eftir 10 leiki. Kristianstads er fimm stigum frá toppliði Pitea í fjórða sætinu.
