Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Davíð Snær Jónsson skrifar 19. júlí 2018 18:23 Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun