Brá þegar hann uppgötvaði að hann væri með sprengju í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 15:01 Sprengjan sem Leifur rak augun í. Mynd/Leifur Guðjónsson Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum. Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum.
Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25