Innlent

Farbann yfir Sigurði áfram framlengt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Kristinsson
Sigurður Kristinsson Vísir/Vilhelm
Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 9. ágúst næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis.

Er hann grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða en lögregla telur að hann hafi skipulagt innflutning á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins í janúar.

Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna málsins í apríl en hefur hann verið í farbanni frá því að honum var sleppt úr haldi.

Í úrskurði Landsréttar segir að enn hafi lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn málsins þar sem tafir hafi orðið á afhendingu gagna frá Spáni, þar sem Sigurður bjó ásamt eiginkonu hans Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lenti í skelfilegu slysi um það leyti sem Sigurður hélt til Íslands til þess að láta handtaka sig.


Tengdar fréttir

Sigurður bæði neitaði og játaði sök

Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×