Minntust MH17 fjórum árum seinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2018 22:44 Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Vísir/Getty Fjölskyldumeðlimir og vinir margra þeirra 298 sem dóu þegar MH17 var skotin niður yfir Úkraínu komu saman í Hollandi í dag, til að minnast þess að fjögur ár eru liðin frá því að BUK-eldflaug, sem framleidd var í Rússlandi, var notuð til að skjóta flugvélina niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússlands. Flestir farþeganna voru frá Hollandi og var athöfn haldin við minnisvarða þeirra sem dóu í nærri Schiphol flugvellinum fyrir utan Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiddi göngu að minnisvarðanum þar sem blóm voru lögð niður. Þá voru nöfn allra þeirra sem dóu lesin upp. Piet Ploeg, formaður samtaka fjölskyldumeðlima þeirra sem dóu, sagði AFP fréttaveitunni að erfiðlega gengi að svara ýmsum spurningum. Hann sagði að leifar einhverra farþega væru enn í Úkraínu og ekki væri búið að bera kennsl á lík.Ploeg sagði til dæmis frá því að bróðir hans, mágkona og frændi hefðu dáið þegar flugvélin var skotin niður. Ekki er búið að bera kennsl á bróðir hans. Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að flugvélin hefði verið skotin niður af eldflaug sem komið hefði frá rússneska hernum og hún hefði verið flutt frá Rússlandi til Úkraínu. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Hollands og Ástralíu því yfir að yfirvöld Rússlands bæru ábyrgð á atvikinu.Ríkisstjórnir Hollands og Ástralíu íhuga nú að höfða mál gegn Rússlandi en ríkisstjórn Vladimir Pútín þvertekur fyrir að hafa komið að örlögum MH17. MH17 Tengdar fréttir MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Fjölskyldumeðlimir og vinir margra þeirra 298 sem dóu þegar MH17 var skotin niður yfir Úkraínu komu saman í Hollandi í dag, til að minnast þess að fjögur ár eru liðin frá því að BUK-eldflaug, sem framleidd var í Rússlandi, var notuð til að skjóta flugvélina niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússlands. Flestir farþeganna voru frá Hollandi og var athöfn haldin við minnisvarða þeirra sem dóu í nærri Schiphol flugvellinum fyrir utan Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, leiddi göngu að minnisvarðanum þar sem blóm voru lögð niður. Þá voru nöfn allra þeirra sem dóu lesin upp. Piet Ploeg, formaður samtaka fjölskyldumeðlima þeirra sem dóu, sagði AFP fréttaveitunni að erfiðlega gengi að svara ýmsum spurningum. Hann sagði að leifar einhverra farþega væru enn í Úkraínu og ekki væri búið að bera kennsl á lík.Ploeg sagði til dæmis frá því að bróðir hans, mágkona og frændi hefðu dáið þegar flugvélin var skotin niður. Ekki er búið að bera kennsl á bróðir hans. Í Úkraínu voru blóm og leikföng lögð niður fyrir utan sendiráð Hollands. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að flugvélin hefði verið skotin niður af eldflaug sem komið hefði frá rússneska hernum og hún hefði verið flutt frá Rússlandi til Úkraínu. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Hollands og Ástralíu því yfir að yfirvöld Rússlands bæru ábyrgð á atvikinu.Ríkisstjórnir Hollands og Ástralíu íhuga nú að höfða mál gegn Rússlandi en ríkisstjórn Vladimir Pútín þvertekur fyrir að hafa komið að örlögum MH17.
MH17 Tengdar fréttir MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53
Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Rússar segja rannsakendur MH17 atviksins hunsa "afgerandi sannanir“ þeirra. 28. september 2016 15:47