Fimm keppendur sem voru á leið á CrossFit-leikana féllu á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 21:59 Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Vísir/Getty Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband Sjá meira
Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband Sjá meira