Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 19:00 Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira