Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45