Skoðun

Fjárgötur

Birgir Guðjónsson skrifar
Ég var um tíma hættulega nærri því að öðlast tiltrú á stjórnmálamönnum, jafnvel framsóknarmönnum, en það læknaðist snarlega eftir síðustu embættisveitingu þeirra.

Mér er hlýtt til kinda eftir ánægjulega dvöl í sveit á yngri árum og smölun og göngur. Kindur geta þá vissulega einnig þurft að nota vegakerfi landsins, en vandræðin geta verið nokkur þegar þær taka upp á því að hlaupa óvænt fyrir bíla. Það er því sjálfsagt að ráða þann sem vegamálastjóra sem þekkir þessar lífverur hvað best og getur kennt þeim umferðarreglur.

Kindur hafa vissulega frá landnámi verið brautryðjendur í að leggja götur um holt og hæðir og hafa því ómetanlega reynslu. Gott er fyrir vegamálastjóra að hafa slíka ráðgjafa.

Þessi ráðning á sér hliðstæðu úr heilbrigðiskerfinu þar sem óskað væri t.d. eftir yfirlækni á skurðdeild en vitað væri að ekki þyrfti að vera skurðlæknir til að vera skipaður í embættið, aðeins ættar- og pólitísk tengsl.

Höfundur er læknir




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×