Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun.
Þá munu þeir ræða við fjölmiðla í fyrsta sinn frá því að þeim var bjargað úr hellingum Tham Luang í norðurhluta Taílands í síðustu viku en þeir höfðu þá setið fastir í hellinum í um tvær vikur.
Björgun drengjanna úr hellinum vakti heimsathygli enda fór hún fram við afar erfiðar aðstæður í miklu myrkri, í vatni og í kappi við tímann.
Eftir að drengjunum var bjargað einum í einu úr hellinum og þjálfaranum einnig hafa þeir dvalið á Chiang Rai Prachanukroh-spítalanum þar sem þeir jafna sig.
Höfðu sumir drengjanna fengið lungnabólgu en í taílenska heilbrigðisráðuneytið staðfesti í síðustu viku að þeir væru að jafna sig fljótt. Þá sýndi myndband sem sýnt var á blaðamannafundi um helgina drengina káta þar sem þeir þökkuðu öllum þeim sem komu að björguninni.
Útskrifa átti drengina og þjálfarann á fimmtudag en þar sem bati þeirra hefur verið svo góður og gengið hraðar fyrir sig en áætlað var verða þeir útskrifaðir á morgun.
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var

Tengdar fréttir

Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“
Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter.

Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag
Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn.

Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“
Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka.