Brexit-samtökin brutu kosningalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 07:18 VoteLeave-samtökin voru helstu stuðningsmenn Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/getty Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar. Eftirlitið telur sig hafa fundið skýrar sannanir fyrir því að samtökin, sem báru nafnið VoteLeave, hafi átt í nánu sambandi við önnur sambærileg samtök að nafni BeLeave. Samtökin eru sögð hafa keypt saman þjónustu gagnaúrvinnslufyrirtækis fyrir um 675 þúsund pund, rúmlega 95 milljónir króna. Slíkt samstarf er tilkynningaskylt samkvæmt breskum kosningalögum en VoteLeave láðist að greina frá því. Þar að auki fóru samtökin langt fram úr leyfilegum fjárheimildum. Kosningabarátta VoteLeave kostaði næstum 500 þúsund pundum meira en lög heimila. Fulltrúar beggja samtaka hafa verið sektaðir um tugþúsundir punda vegna málsins, en breskir kosningaeftirlitsmenn vanda þeim ekki kveðjurnar. Haft er eftir einum þeirra á vef Guardian að fulltrúar VoteLeave hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að torvelda rannsókn breskra stjórnvalda. Þeir hafi barist hatrammlega gegn rannsókninni frá upphafi og þvertekið fyrir að láta kosningaeftirlitið fá upplýsingar sem kallað var eftir. Engu að síður telja eftirlitsmennirnir að rannsókn þeirra hafi sýnt með óyggjandi hætti fram á kosningalagabrot Brexit-manna.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. 16. júlí 2018 12:38