Leikjavísir

Klang hefur safnað milljarði til framleiðslu Seed

Samúel Karl Ólason skrifar
Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi.
Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi. Vísir/Klang
Íslenska leikjafyrirtækið Klang Games, sem staðsett er í Berlín, hefur safnað 8,95 milljónum dala (um milljarði króna) vegna þróunar leiksins Seed. Það er fjölspilunarleikur sem fjallar um að koma upp nýlendum í geimnum, hvort sem það er með samvinnu við aðra spilara eða með átökum. Meðal fjárfesta er Northzone, sem einnig hefur fjárfest í Spotify, PlayRaven, iZettle og Avito. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klang Games.

Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi. Ívar og Oddur eru fyrrverandi starfsmenn CCP og hafa talsverða reynslu af hönnun tölvuleikja. Fyrirtækið var flutt til Berlínar þann 2016.

Í áðurnefndri tilkynningu segir Muni að það sé heiður að Northzone deili sýn fyrirtækisins og að starfsmenn Klang Games séu mjög spenntir fyrir verkefninu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×