Lífið

Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta

Sylvía Hall skrifar
Anthony Bourdain var mikill stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar og lá ekki á skoðunum sínum gagnvart þeim sem sakaðir voru um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
Anthony Bourdain var mikill stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar og lá ekki á skoðunum sínum gagnvart þeim sem sakaðir voru um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Vísir/Getty

Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 

Bourdain, sem var mikill talsmaður #MeToo-hreyfingarinnar og stuðningsmaður kvenna, segir í viðtalinu að hann óskaði þess að Harvey Weinstein yrði barinn til dauða í fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi sem hann beitti leikkonur í mörg ár. Bourdain hafði átt í sambandi við Asiu Argento, en hún er ein af fyrstu fórnarlömbum Weinstein. 

Bourdain er harðorður í garð Weinstein og vandar honum ekki kveðjurnar. Hann segir að þó hann hafi viljað að Weinstein yrði barinn til dauða í fangelsi, hafi hann þó haft þá kenningu að Weinstein myndi fá heilablóðfall á baðherberginu sínu, detta í baðkarið og lokastundum sínum fara í gegnum símann sinn og reyna finna einhvern sem myndi í raun svara símanum. 

Segir Bill Clinton vera ógeðslegan og „nauðgaralegan“

Bourdain gagnrýndi Hillary Clinton harðlega þegar hún svaraði fyrir tengsl sín við Harvey Weinstein. Weinstein var mikill stuðningsmaður Clinton og styrkti kosningabaráttu hennar, og Clinton beið lengi með að tjá sig um ásakanirnar eftir að þær birtust.

Þá segir Bourdain Bill Clinton hafa verið mjög heillandi mann við fyrstu kynni og það sama megi segja um Hillary. Það sé þó ekki hægt að líta fram hjá því hvernig þau komu fram við þær konur sem sökuðu Bill Clinton um kynferðislega áreitni.

„Hvernig þau eyðilögðu þessar konur, rifu þær í sundur og drógu úr trúverðugleika þerra fyrir það eitt að segja sannleikann“, segir Bourdain og bætir við að framkoma þeirra í garð kvennanna hafi verið viðurstyggileg. 

Clinton og Weinstein voru miklir vinir.Vísir/Getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.