Enn einn íhaldsmaðurinn segir af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2018 12:38 Scott Mann er níundi íhaldsmaðurinn í röð sem segir af sér vegna stefnu forsætisráðherra. Vísir/getty Scott Mann, þingmaður Íhaldsflokksins, sagði af sér í dag vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Þetta gerir hann að níunda íhaldsmanninum sem lætur af störfum vegna Brexit-mála undir stjórn Theresu May, forsætisráðherra Breta. Í síðustu viku sögðu af sér tveir þungavigtarmenn í ríkisstjórn May, þeir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Mann segir af sér til að láta í ljós óánægju sína með hið svokallaða „mjúka“ Brexit. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér segist hann ekki geta slegið af þeim kröfum kjósendur gerðu til hans varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á Sky News. „Ég er ekki til í að tefla í tvísýnu vilja þeirra til þess eins að ná fram útþynntri útgáfu af Brexit“ Það hafi verið skýr niðurstaða kosninganna fyrir tveimur árum að kjósendur vilji að Bretar stjórni sjálfir fiskveiði-og landbúnaðarstefnu landsins, lögum og landamærum.Kallar eftir því að kosið verði á nýVísir sagði frá því í dag að Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kalli eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þessari skoðun sinni kom hún á framfæri í Times í dag.May útilokar þjóðaratkvæðagreiðsluTheresa May, forsætisráðherra, ávarpaði í kjölfarið tillögu Greening. Hún sagði að það yrði ekki undir neinum kringumstæðum blásið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Brexit-samningar undir hennar handleiðslu séu hinir einu réttu fyrir þjóðina. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Scott Mann, þingmaður Íhaldsflokksins, sagði af sér í dag vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Þetta gerir hann að níunda íhaldsmanninum sem lætur af störfum vegna Brexit-mála undir stjórn Theresu May, forsætisráðherra Breta. Í síðustu viku sögðu af sér tveir þungavigtarmenn í ríkisstjórn May, þeir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Mann segir af sér til að láta í ljós óánægju sína með hið svokallaða „mjúka“ Brexit. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér segist hann ekki geta slegið af þeim kröfum kjósendur gerðu til hans varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á Sky News. „Ég er ekki til í að tefla í tvísýnu vilja þeirra til þess eins að ná fram útþynntri útgáfu af Brexit“ Það hafi verið skýr niðurstaða kosninganna fyrir tveimur árum að kjósendur vilji að Bretar stjórni sjálfir fiskveiði-og landbúnaðarstefnu landsins, lögum og landamærum.Kallar eftir því að kosið verði á nýVísir sagði frá því í dag að Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kalli eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þessari skoðun sinni kom hún á framfæri í Times í dag.May útilokar þjóðaratkvæðagreiðsluTheresa May, forsætisráðherra, ávarpaði í kjölfarið tillögu Greening. Hún sagði að það yrði ekki undir neinum kringumstæðum blásið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Brexit-samningar undir hennar handleiðslu séu hinir einu réttu fyrir þjóðina.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira