Markið sem Cristiano Ronaldo skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Spánverjum og glæsimark Jesse Lingard gegn Panama eru á meðal þeirra 18 marka sem hægt er að kjósa sem besta mark HM.
Þar er einnig seinna markið sem Ahmed Musa skoraði gegn Íslendingum í öðrum leik riðlakeppninnar.
Sumarmessan valdi sín uppáhalds mörk í gær og var flottasta markið að þeirra mati mark Frakkans Benjamin Pavard gegn Argentínu.
Hér má nálgast kosninguna.
Voting for the #WorldCup Goal of the Tournament is open!
Choose from the best 18 goals at Russia 2018.
Vote here: https://t.co/ldSjNFMY2W
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2018