Allt getur verið fyndið í réttu samhengi Elín Albertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 08:00 Steindór Grétar Jónsson segir Berlínarbúa geta hlegið að flestu nema gríni sem er á kostnað þeirra sem minna mega sín Fréttablaðið/Ernir „Aðdragandi flutninganna var sá að haustið 2016 komst kærastan mín, Kristjana Björg Reynisdóttir, inn í fatahönnunarnám þannig að við hættum í vinnunum okkar og fluttum saman út,“ segir Steindór Grétar Jónsson. „Við höfum alltaf verið hrifin af borginni og sú hrifning minnkaði ekkert eftir að við fluttum. Við erum í góðu hverfi í Neukölln og höfum það gott. Það er góður andi hérna, fjölbreytt samfélag og aðeins minna lífsgæðakapphlaup en maður á að venjast á Íslandi.“ Steindór var byrjaður að feta sig áfram í spuna og gríni og hafði meðal annars verið í sýningarhópi Improv Ísland. „Ég held að mig hafi alla ævi langað að vera fyndinn. Það gekk mjög illa lengi og ég vissi ekki hvernig ég ætti að verða betri í því. En með tilkomu spuna á Íslandi og eflingu uppistandssenunnar held ég að fólk hafi betri tækifæri til að læra tækni, æfa sig og þróa húmorinn með öðru fólki með sama metnað. Ég held að allir séu smá fyndnir ef þeir taka sig ekki of alvarlega, þetta er bara eins og með önnur áhugamál að maður þarf að vinna í að verða betri.“Alþjóðlegt grín Hann bjóst ekki endilega við að geta haldið áfram á grínbrautinni í Þýskalandi. „En svo reyndist vera mjög virk og skemmtileg grínsena á ensku í borginni, enda fullt af fólki hér aðflutt og þyrstir í alþjóðlegt grín. Mér gengur líka betur að vera fyndinn á ensku. Tungumálið býður upp á meiri breidd og meiri nákvæmni á sama tíma sem hentar mér vel.“ Steindór kynntist fljótlega alþjóðlegum hópi grínista og hóf að grína með þeim. „Ég hef aðallega verið að vinna með skemmtilegum hópi af fólki í litlu 70 sæta leikhúsi í Neukölln sem heitir Comedy Café Berlin. Ég er í spunahópum með Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Írum, Ítölum og fólki af fleiri þjóðernum. Við sýnum fyrir frekar alþjóðlegan hóp áhorfenda og getum gert grín að flestu,“ segir Steindór en bætir við: „En í Berlín skiptir máli að gera ekki grín að minni máttar. Umfjöllunarefnið má vera hvað sem er svo framarlega sem skotspónn brandarans er ekki einhver varnarlaus.“ Hann segir að grínið fari annars um víðan völl eins og búast má við þegar fjölþjóðlegur hópur kemur saman. „Allt getur verið fyndið í réttu samhengi. Það er einstaklega góð orka í kringum senuna, sýningar sex kvöld í viku í leikhúsinu, mikið að gerast og mikil tilraunastarfsemi í gangi. Við vorum til dæmis að koma frá New York þar sem við sýndum á stærstu spunahátíð í heimi, Del Close Marathon, 56 klukkutímar samfleytt af sýningum með hópum allt frá Los Angeles til Úrúgvæ.“„Þetta er bara eins og með önnur áhugamál, að maður þarf að vinna í að verða betri.“ Fréttablaðið/ernirWariety Shov Í vetur stóð Steindór meðal annars fyrir mánaðarlegum sýningum sem hétu The Steindor Jonsson Wariety Shov, „Ég kallaði þetta Wariety Shov af því að þetta voru blandaðar sýningar, svokölluð „variety show“. En Íslendingar eru svo gjarnir á að víxla óvart v og w í ensku, þannig að ég ákvað að hafa þannig í titlinum líka. Sýningarnar voru klukkutíma langar og troðfullar af uppistandi, sketsum, myndböndum, spuna og uppátækjum. Í hverri sýningu var nýr hópur af fólki með mér, en á endanum reyndist það of mikil vinna að halda utan um splunkunýja sýningu í hverjum mánuði. Þannig að ég ákvað að ljúka þessu í júní með lokasýningu þar sem næstum 20 manns settu upp sýningu á einum degi! Við byrjuðum klukkan 10 um morguninn með hugmyndavinnu, svo skipti fólk upp liði til að skrifa sketsa, æfa þá og loks sýna 12 tímum síðar. Það var alveg ótrúleg orka í hópnum og falleg leið til að enda þetta.“Á Facebook-síðu Steindórs má finna heimildaþáttaröð sem gerð var um ferlið. Þó að Steindór hafi ákveðið að leggja Wariety shov-ið í dvala í bili þá sýnir hann nánast vikulega í Comedy Café Berlin og mælir með því að grínþyrstir líti við ef þeir eiga leið hjá. „Svo er ég með hlaðvarpið Bíó Tvíó ásamt Andreu Björk Andrésdóttur. Við horfum á íslenska kvikmynd í hverri viku og stefnum á að horfa á hverja einustu frá upphafi. Við erum komin langleiðina með verkefnið, búin með hátt í 100 myndir. Vorum einmitt að klára allar fjórar Sveppamyndirnar, svo það var nokkur léttir.“ Aðspurður hverjar framtíðaráætlanir hans séu yppir Steindór öxlum. „Þannig séð stefni ég ekki neitt með þessu. Mér finnst gaman að skrifa og grínast á sviði, en þetta þarf ekki að verða að aðalstarfi frekar en tilefni er til. Þýskan mín er ekkert svakalega góð þannig að tækifærin eru nokkuð bundin við enskumælandi senuna. Mig langar bara að verða betri og vinna með meira af skemmtilegu fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Aðdragandi flutninganna var sá að haustið 2016 komst kærastan mín, Kristjana Björg Reynisdóttir, inn í fatahönnunarnám þannig að við hættum í vinnunum okkar og fluttum saman út,“ segir Steindór Grétar Jónsson. „Við höfum alltaf verið hrifin af borginni og sú hrifning minnkaði ekkert eftir að við fluttum. Við erum í góðu hverfi í Neukölln og höfum það gott. Það er góður andi hérna, fjölbreytt samfélag og aðeins minna lífsgæðakapphlaup en maður á að venjast á Íslandi.“ Steindór var byrjaður að feta sig áfram í spuna og gríni og hafði meðal annars verið í sýningarhópi Improv Ísland. „Ég held að mig hafi alla ævi langað að vera fyndinn. Það gekk mjög illa lengi og ég vissi ekki hvernig ég ætti að verða betri í því. En með tilkomu spuna á Íslandi og eflingu uppistandssenunnar held ég að fólk hafi betri tækifæri til að læra tækni, æfa sig og þróa húmorinn með öðru fólki með sama metnað. Ég held að allir séu smá fyndnir ef þeir taka sig ekki of alvarlega, þetta er bara eins og með önnur áhugamál að maður þarf að vinna í að verða betri.“Alþjóðlegt grín Hann bjóst ekki endilega við að geta haldið áfram á grínbrautinni í Þýskalandi. „En svo reyndist vera mjög virk og skemmtileg grínsena á ensku í borginni, enda fullt af fólki hér aðflutt og þyrstir í alþjóðlegt grín. Mér gengur líka betur að vera fyndinn á ensku. Tungumálið býður upp á meiri breidd og meiri nákvæmni á sama tíma sem hentar mér vel.“ Steindór kynntist fljótlega alþjóðlegum hópi grínista og hóf að grína með þeim. „Ég hef aðallega verið að vinna með skemmtilegum hópi af fólki í litlu 70 sæta leikhúsi í Neukölln sem heitir Comedy Café Berlin. Ég er í spunahópum með Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Írum, Ítölum og fólki af fleiri þjóðernum. Við sýnum fyrir frekar alþjóðlegan hóp áhorfenda og getum gert grín að flestu,“ segir Steindór en bætir við: „En í Berlín skiptir máli að gera ekki grín að minni máttar. Umfjöllunarefnið má vera hvað sem er svo framarlega sem skotspónn brandarans er ekki einhver varnarlaus.“ Hann segir að grínið fari annars um víðan völl eins og búast má við þegar fjölþjóðlegur hópur kemur saman. „Allt getur verið fyndið í réttu samhengi. Það er einstaklega góð orka í kringum senuna, sýningar sex kvöld í viku í leikhúsinu, mikið að gerast og mikil tilraunastarfsemi í gangi. Við vorum til dæmis að koma frá New York þar sem við sýndum á stærstu spunahátíð í heimi, Del Close Marathon, 56 klukkutímar samfleytt af sýningum með hópum allt frá Los Angeles til Úrúgvæ.“„Þetta er bara eins og með önnur áhugamál, að maður þarf að vinna í að verða betri.“ Fréttablaðið/ernirWariety Shov Í vetur stóð Steindór meðal annars fyrir mánaðarlegum sýningum sem hétu The Steindor Jonsson Wariety Shov, „Ég kallaði þetta Wariety Shov af því að þetta voru blandaðar sýningar, svokölluð „variety show“. En Íslendingar eru svo gjarnir á að víxla óvart v og w í ensku, þannig að ég ákvað að hafa þannig í titlinum líka. Sýningarnar voru klukkutíma langar og troðfullar af uppistandi, sketsum, myndböndum, spuna og uppátækjum. Í hverri sýningu var nýr hópur af fólki með mér, en á endanum reyndist það of mikil vinna að halda utan um splunkunýja sýningu í hverjum mánuði. Þannig að ég ákvað að ljúka þessu í júní með lokasýningu þar sem næstum 20 manns settu upp sýningu á einum degi! Við byrjuðum klukkan 10 um morguninn með hugmyndavinnu, svo skipti fólk upp liði til að skrifa sketsa, æfa þá og loks sýna 12 tímum síðar. Það var alveg ótrúleg orka í hópnum og falleg leið til að enda þetta.“Á Facebook-síðu Steindórs má finna heimildaþáttaröð sem gerð var um ferlið. Þó að Steindór hafi ákveðið að leggja Wariety shov-ið í dvala í bili þá sýnir hann nánast vikulega í Comedy Café Berlin og mælir með því að grínþyrstir líti við ef þeir eiga leið hjá. „Svo er ég með hlaðvarpið Bíó Tvíó ásamt Andreu Björk Andrésdóttur. Við horfum á íslenska kvikmynd í hverri viku og stefnum á að horfa á hverja einustu frá upphafi. Við erum komin langleiðina með verkefnið, búin með hátt í 100 myndir. Vorum einmitt að klára allar fjórar Sveppamyndirnar, svo það var nokkur léttir.“ Aðspurður hverjar framtíðaráætlanir hans séu yppir Steindór öxlum. „Þannig séð stefni ég ekki neitt með þessu. Mér finnst gaman að skrifa og grínast á sviði, en þetta þarf ekki að verða að aðalstarfi frekar en tilefni er til. Þýskan mín er ekkert svakalega góð þannig að tækifærin eru nokkuð bundin við enskumælandi senuna. Mig langar bara að verða betri og vinna með meira af skemmtilegu fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira