Veitingahús á móti sjókvíaeldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 08:00 Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund hvetur veitingamenn til að bjóða upp á fisk sem er veiddur í sátt við náttúruna Vísir/ernir „Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Við erum bara að höfða til veitingamanna og hvetja þá til að leita annarra leiða en að kaupa fisk úr sjókvíaeldi og bjóða upp á fisk sem er veiddur á sjálfbæran hátt úr landeldi sem rekið er í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund. Sjóðurinn framleiðir límmiða til að auðkenna veitingahús sem styðja vistvæna framleiðslu og bjóða ekki upp á fisk sem framleiddur er í sjókvíaeldi. Á límmiðunum sem sjá má við inngang nokkurra veitingahúsa í Reykjavík, stendur: „Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.“ Hrefna SætranVísir/ernirHann nefnir nokkur veitingahús sem þegar hafa fengið límmiða en mörg önnur séu að skipta um birgja. Þá hafi matvöruverslanir einnig lýst áhuga. „Að okkar dómi er um að ræða stærsta umhverfismál á Íslandi í dag,“ segir Ingólfur. Hann segir markmið sjóðsins fyrst og fremst vera að vekja athygli almennings á þeim hættum sem opið sjókvíaeldi valdi náttúru og umhverfi landsins, fyrir lífríki fjarðanna, botndýr, rækju og þorsk og að öll sú mengun sem fari óheft frá eldinu sturtist bara beint í hafið. Ingólfur segir villta laxinn deyjandi tegund um heim allan. „Ísland er síðasta vígi villta laxins í heiminum. Ef þessi barátta tapast hér þá er bara úti um þessa dýrategund. Það var lax í mörgum löndum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en þetta er bara allt horfið. Ef þetta sjókvíaeldi fær að ganga fram mun það sama gerast hér og annars staðar. Ef villti laxastofninn hér blandast einhverjum norskum eldislaxi sem er framandi í íslenskri náttúru þá er skaðinn óafturkræfur,“ segir Ingólfur. „Það er mikið spurt hvernig lax við erum með. Fólk er að spá í þetta,“ segir Hrefna Sætran sem rekur Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Miðar frá Icelandic Wildlife Fund eru komnir í glugga beggja veitingahúsanna. Hún segir of snemmt að spyrja um áhrif límmiðanna enda nýkomnir upp en hún segir fólk verða mjög fegið og ánægt að heyra hver uppruni laxins á matseðlinum sé.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24