Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 „Ég var eins og dauðadrukkinn þegar ég kom í land og studdist eiginlega við fánann,“ segir Benedikt. Fáninn hafði farið víða, á báða pólana og yfir Grænlandsjökul, en með í för yfir sundið var Ingþór Bjarnason, pólfari og sálfræðingur. Ingþór Bjarnason „Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira