Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 18:34 Trump í opinberri heimsókn í Bretlandi í vikunni. Hann hefur dvalið í Skotlandi síðan á föstudag og spilað þar golf. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15