Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. júlí 2018 07:30 Síðasti samningafundur í ljósmæðradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag í næstu viku þarf nýja áætlun á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. Stjórnendur Landspítala hafa gripið til þess ráðs að beita ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að skylda ljósmæður til að vinna yfirvinnu. Þetta var ákveðið þar sem ljóst þótti að neyðaráætlunin sem verið hefur í gildi frá síðustu mánaðamótum dygði ekki lengur til að manna vaktir. Spítalinn getur þó aðeins nýtt sér þessi ákvæði þangað til áður boðað yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi næstkomandi miðvikudag. Með þessum aðgerðum verður hins vegar hægt að manna vaktir helgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum tókst það með naumindum með því að beita ýmsum úrræðum. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag muni þurfa nýja áætlun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæðrum sé auðvitað umhugað um að öryggi mæðra og barna verði tryggt. „Það er samt alltaf spurning hvað er hægt að láta sama fólkið vinna mikið. Hvað við getum látið jafn fáa leysa af hendi störf svona margra í langan tíma án þess að það skapi hættu.“ Katrín segir að ef til yfirvinnubannsins komi muni þurfa að sækja um undanþágur fyrir hvert tilvik. Undanþágunefnd sé starfandi sem muni taka ákvarðanir um slíkar beiðnir. „Deildirnar hafa verið keyrðar á neyðarmönnun og svigrúmið lítið. Ljósmæður af öðrum deildum hafa verið að taka vaktir en það verður ekki í boði ef og þegar yfirvinnubannið tekur gildi. Það verður ekki hægt að neyða fólk til að vinna.“ Katrín segir samningana auðvitað á ábyrgð fjármálaráðherra en að heilbrigðisráðherra hafi áður stigið inn í með fjármagn í stofnanasamning. Það sé það sem þurfi nú til. „Ábyrgðin er þeirra. Þetta er ákall um að störf okkar verði metin að verðleikum.“ Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni en ríkissáttasemjari sagði eftir síðasta fund að það yrði að óbreyttu ekki gert á næstu dögum. „Reynslan sýnir okkur að vopnin hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Lagasetning kæmi því ekki á óvart. Ég vona innilega að til þess komi ekki og að ekki þurfi að koma til yfirvinnubannsins. Vonandi verður gripið inn í með skynsamlegum hætti áður,“ segir Katrín.sighvatur@frettabladid.is Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. Stjórnendur Landspítala hafa gripið til þess ráðs að beita ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að skylda ljósmæður til að vinna yfirvinnu. Þetta var ákveðið þar sem ljóst þótti að neyðaráætlunin sem verið hefur í gildi frá síðustu mánaðamótum dygði ekki lengur til að manna vaktir. Spítalinn getur þó aðeins nýtt sér þessi ákvæði þangað til áður boðað yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi næstkomandi miðvikudag. Með þessum aðgerðum verður hins vegar hægt að manna vaktir helgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum tókst það með naumindum með því að beita ýmsum úrræðum. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag muni þurfa nýja áætlun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæðrum sé auðvitað umhugað um að öryggi mæðra og barna verði tryggt. „Það er samt alltaf spurning hvað er hægt að láta sama fólkið vinna mikið. Hvað við getum látið jafn fáa leysa af hendi störf svona margra í langan tíma án þess að það skapi hættu.“ Katrín segir að ef til yfirvinnubannsins komi muni þurfa að sækja um undanþágur fyrir hvert tilvik. Undanþágunefnd sé starfandi sem muni taka ákvarðanir um slíkar beiðnir. „Deildirnar hafa verið keyrðar á neyðarmönnun og svigrúmið lítið. Ljósmæður af öðrum deildum hafa verið að taka vaktir en það verður ekki í boði ef og þegar yfirvinnubannið tekur gildi. Það verður ekki hægt að neyða fólk til að vinna.“ Katrín segir samningana auðvitað á ábyrgð fjármálaráðherra en að heilbrigðisráðherra hafi áður stigið inn í með fjármagn í stofnanasamning. Það sé það sem þurfi nú til. „Ábyrgðin er þeirra. Þetta er ákall um að störf okkar verði metin að verðleikum.“ Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni en ríkissáttasemjari sagði eftir síðasta fund að það yrði að óbreyttu ekki gert á næstu dögum. „Reynslan sýnir okkur að vopnin hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Lagasetning kæmi því ekki á óvart. Ég vona innilega að til þess komi ekki og að ekki þurfi að koma til yfirvinnubannsins. Vonandi verður gripið inn í með skynsamlegum hætti áður,“ segir Katrín.sighvatur@frettabladid.is
Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37