Hinn þrífætti Bangsi Ragnheiðar Gröndal enn ekki kominn í leitirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 14:45 Bangsi hefur veitt Ragnheiði innblástur í tónlistinni en lagið Bangsi af plötu hennar Aristocat Lullaby er einmitt samið um köttinn. Mynd/Samsett Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans. Dýr Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans.
Dýr Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira