Stormy Daniels handtekin Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:16 Stormy Daniels lögsótti Bandaríkjaforseta vegna þagnarsamkomulags sem þau gerðu með sér árið 2016. Forsetinn undirritaði hins vegar aldrei samkomulagið og því telur Daniels það vera ógilt. Vísir/getty Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48