Dæmdur fyrir að káfa á og klípa í rass starfsmanns eftir árshátíð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 15:15 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi yfirmann stúlku í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og klipið í rass hennar á skemmtistað eftir árshátíð fyririrtækisins sem þau störfuðu hjá. Mikill aldursmunur er á þeim og var stúlkan yngri en átján ára þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnavernarlögum með því að hafa að kvöldi laugardagsins 9. apríl 2016 ítrekað káfað og klipið í rass stúlkunnar, í eitt skipti káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða og viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit hennar, allt á skemmtistað eftir árshátíð fyrirtækisins sem þau störfuðu hjá Móðir stúlkunnar lagði fram kæru í júní sama ár eftir að stúlkan sendi henni smáskilaboð um hvað hafði gerst á skemmtistaðnum eftir árshátíðina, en stúlkan hafði ekki treyst sér til þess að segja móðirinni hvað hafði átt sér stað.Málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur.Fréttablaðið/Ernir„Þetta átti að vera smá grín en sé núna að það var viðbjóður af minni hálfu“ Sama dag gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu þar sem hún sagði manninn, sem var yfirmaður hennar og gegndi stöðu rekstrarstjóra á vinnustaðnum, hafa slegið og klipið fast í rass hennar, í um fimm til tíu skipti, á skemmtistað eftir árshátíðina. Sagðist hún hafa verið lítillega undir áhrifum áfengis en maðurinn hafi verið mjög drukkinn. Síðar um kvöldið þegar hún stóð út á svölum sagði hún yfirmanninn hafa farið með hendurnar inn á bakið á henni og snert á henni magann. Hún hafi verið í kjól sem væri opinn í bakið og hann hefði sagt eitthvað eins og „o þú ert svo ber“. Þá sagði hún manninn hafa öskrað á sig að hún væri „ógeðslega hot“ og klipið hana með báðum höndum í rassinn. Allt kvöldið hafi hann ítrekað komið að henni og sagt henni að hún væri „heit og sexý“. Sagði hún að henni hafi liðið mjög illa á meðan þessu stóð en ekki sagt neitt. Lagði stúlkan fram vottorð sálfræðings þar sem kom fram að stúlkunni hafi verið mjög brugðið vegna málsins, hún hefði lýst kvíða, hún væri mjög vör um sig og hræddist að verða á vegi mannsins. Þá sagðist hún einnig hafa rætt við vinnuveitendur sína um að fá að mæta á aðra starfsstöð en þá sem maðurinn stýrði. Einnig var lagt fram smáskilaboð sem maðurinn sendi stúlkunni tveimur dögum eftir árshátíðina þar sem hann baðst afsökunar á því sem kom fyrir. Þar sagði: „Þetta átti að vera smá grín en sé núna að það var viðbjóður af minni hálfu vona að þú finnir það í þér að fyrirgefa mér.“Sagðist hafa verið krafinn um að skrifa á Facebook að hann væri „pervert“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en gekkst þó við því að hafa komið aftan að henni og „kitlað hana á hliðunum“ þar sem kjóll hennar var opinn. Það hafi hins vegar verið gert í gríni og engar kynferðislegar hvatir hafi verið að bak við þetta. Hann hafi einungis ætlað að fá stúlkuna til þess að tala við sig. Sagðist hann einnig hafa slegið í rassinn á fólki þetta kvöld en að það hafi hann ekki gert við stúlkuna auk þess sem að hann hafi heldur ekki sagt að hún væri sætt eða neitt í þeim dúr. Daginn eftir hafi hins verið hringt í hann og haft í hótunum við hann. Var þess krafist að hann myndi skrifa á Facebook að hann væri „pervert“ auk þess sem að hringt hafi verið í fjölskyldumeðlimi hans. Sagðist hann hafa orðið skelkaður við þetta og talið vera málamiðlun að senda smáskilaboð til stúlkunnar með afsökunarbeiðni. Sagðist hann ekki hafa skýringar á því af hverju hann teldi að stúlkan hefði sakað hann um að hafa gert það sem hann var ákærður fyrir. Það hafi ekki verið nein illindi á milli þeirra en að hún hafi mögulega frétt af fyrirætlunum um uppsögn hennar. Fyrir dómi sagðist stúlkan hafa heyrt af hótunum í garð mannsins og að hún vissi hver stæði á bak við þær, þær væru hins vegar ekki á sínum vegum. Dómur féll í málinu 5. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyEkki sannað að hann hafi viðhaft kynferðisleg ummæli Fjöldi vitna gaf skýrslu við málsmeðferð málsins fyrir dómi, þar á meðal kærasti stúlkunnar sem sagðist hafa komið á skemmtistaðinn eftir að hún hringdi í hann. Þar sá hann manninn klípa með báðum höndum í rassinn á henni eða mjaðmir þar sem hún hefði staðið hjá vinnuveitendum sínum.Fæst vitnanna sögðust hafa séð manninn slá í rass stúlkunnar og engin þeirra sögðust hafa heyrt manninn viðhafa kynferðisleg ummæli um stúlkuna en frænka stúlkunnar staðfesti fyrir dómi að hún hafði greint rétt frá því skýrslutöku að hún hafi séð manninn standa fyrir aftan stúlkuna og setja hendur sínar undir klæði hennar.Í niðurstöðu héraðsdóms segir að svo virðist sem að flestir á staðnum hafi verið undir áhrifum áfengis og ekki margir orðið varir við samskipti mannsins og stúlkunnar.Hins vegar hafi framburður stúlkunnar verið stöðugur og trúverðugur að framburður hennar hafi fengið nokkra stoð í framurði vitna auk gagna málsins. Var þar sérstaklega litið til smáskilaboðanna sem maðurinn sendi stúlkunni þar sem maðurinn baðst afsökunar og lýsti því að þetta hefði verið „viðbjóður“ af hans hálfu. Í dómi héraðsdóms segir um skilaboðin:„Framangreind skilaboð benda til þess að hegðun ákærða hafi verið óviðeigandi en hann hefur ekki gefið fullnægjandi skýringar á þessu orðalagi. Þótt ákærði virðist hafa mátt sæta hótunum vegna málsins hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að hann hafi sjálfur valið þetta orðalag.“ Taldi héraðsdómur að miðað við trúverðugan framburð stúlkunnar, framburð kærastans, og framburð frænkunnar teldist það sannað að hann hefði káfað og klipið í rass brotaþola og í eitt skipti káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Þar sem ekki voru vitni að því að maðurinn hafi viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar við hana var hann sýknaður af þeim hluta ákærunnar.Í dómi segir að þrátt fyrir að um fyrsta brot sé að ræða verði að líta til þess að maðurinn hafi verið í yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar auk þess sem mikill aldursmunur var á þeim.Var maðurinn því dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem fellur niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur, málsvarnarlaun verjanda síns, um eina milljón auk þóknunar skipaðs réttargæslumanns stúlkunnar, 420 þúsund krónur, og fimmtán þúsund krónur í annan sakarkostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi yfirmann stúlku í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og klipið í rass hennar á skemmtistað eftir árshátíð fyririrtækisins sem þau störfuðu hjá. Mikill aldursmunur er á þeim og var stúlkan yngri en átján ára þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnavernarlögum með því að hafa að kvöldi laugardagsins 9. apríl 2016 ítrekað káfað og klipið í rass stúlkunnar, í eitt skipti káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða og viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit hennar, allt á skemmtistað eftir árshátíð fyrirtækisins sem þau störfuðu hjá Móðir stúlkunnar lagði fram kæru í júní sama ár eftir að stúlkan sendi henni smáskilaboð um hvað hafði gerst á skemmtistaðnum eftir árshátíðina, en stúlkan hafði ekki treyst sér til þess að segja móðirinni hvað hafði átt sér stað.Málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur.Fréttablaðið/Ernir„Þetta átti að vera smá grín en sé núna að það var viðbjóður af minni hálfu“ Sama dag gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu þar sem hún sagði manninn, sem var yfirmaður hennar og gegndi stöðu rekstrarstjóra á vinnustaðnum, hafa slegið og klipið fast í rass hennar, í um fimm til tíu skipti, á skemmtistað eftir árshátíðina. Sagðist hún hafa verið lítillega undir áhrifum áfengis en maðurinn hafi verið mjög drukkinn. Síðar um kvöldið þegar hún stóð út á svölum sagði hún yfirmanninn hafa farið með hendurnar inn á bakið á henni og snert á henni magann. Hún hafi verið í kjól sem væri opinn í bakið og hann hefði sagt eitthvað eins og „o þú ert svo ber“. Þá sagði hún manninn hafa öskrað á sig að hún væri „ógeðslega hot“ og klipið hana með báðum höndum í rassinn. Allt kvöldið hafi hann ítrekað komið að henni og sagt henni að hún væri „heit og sexý“. Sagði hún að henni hafi liðið mjög illa á meðan þessu stóð en ekki sagt neitt. Lagði stúlkan fram vottorð sálfræðings þar sem kom fram að stúlkunni hafi verið mjög brugðið vegna málsins, hún hefði lýst kvíða, hún væri mjög vör um sig og hræddist að verða á vegi mannsins. Þá sagðist hún einnig hafa rætt við vinnuveitendur sína um að fá að mæta á aðra starfsstöð en þá sem maðurinn stýrði. Einnig var lagt fram smáskilaboð sem maðurinn sendi stúlkunni tveimur dögum eftir árshátíðina þar sem hann baðst afsökunar á því sem kom fyrir. Þar sagði: „Þetta átti að vera smá grín en sé núna að það var viðbjóður af minni hálfu vona að þú finnir það í þér að fyrirgefa mér.“Sagðist hafa verið krafinn um að skrifa á Facebook að hann væri „pervert“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en gekkst þó við því að hafa komið aftan að henni og „kitlað hana á hliðunum“ þar sem kjóll hennar var opinn. Það hafi hins vegar verið gert í gríni og engar kynferðislegar hvatir hafi verið að bak við þetta. Hann hafi einungis ætlað að fá stúlkuna til þess að tala við sig. Sagðist hann einnig hafa slegið í rassinn á fólki þetta kvöld en að það hafi hann ekki gert við stúlkuna auk þess sem að hann hafi heldur ekki sagt að hún væri sætt eða neitt í þeim dúr. Daginn eftir hafi hins verið hringt í hann og haft í hótunum við hann. Var þess krafist að hann myndi skrifa á Facebook að hann væri „pervert“ auk þess sem að hringt hafi verið í fjölskyldumeðlimi hans. Sagðist hann hafa orðið skelkaður við þetta og talið vera málamiðlun að senda smáskilaboð til stúlkunnar með afsökunarbeiðni. Sagðist hann ekki hafa skýringar á því af hverju hann teldi að stúlkan hefði sakað hann um að hafa gert það sem hann var ákærður fyrir. Það hafi ekki verið nein illindi á milli þeirra en að hún hafi mögulega frétt af fyrirætlunum um uppsögn hennar. Fyrir dómi sagðist stúlkan hafa heyrt af hótunum í garð mannsins og að hún vissi hver stæði á bak við þær, þær væru hins vegar ekki á sínum vegum. Dómur féll í málinu 5. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyEkki sannað að hann hafi viðhaft kynferðisleg ummæli Fjöldi vitna gaf skýrslu við málsmeðferð málsins fyrir dómi, þar á meðal kærasti stúlkunnar sem sagðist hafa komið á skemmtistaðinn eftir að hún hringdi í hann. Þar sá hann manninn klípa með báðum höndum í rassinn á henni eða mjaðmir þar sem hún hefði staðið hjá vinnuveitendum sínum.Fæst vitnanna sögðust hafa séð manninn slá í rass stúlkunnar og engin þeirra sögðust hafa heyrt manninn viðhafa kynferðisleg ummæli um stúlkuna en frænka stúlkunnar staðfesti fyrir dómi að hún hafði greint rétt frá því skýrslutöku að hún hafi séð manninn standa fyrir aftan stúlkuna og setja hendur sínar undir klæði hennar.Í niðurstöðu héraðsdóms segir að svo virðist sem að flestir á staðnum hafi verið undir áhrifum áfengis og ekki margir orðið varir við samskipti mannsins og stúlkunnar.Hins vegar hafi framburður stúlkunnar verið stöðugur og trúverðugur að framburður hennar hafi fengið nokkra stoð í framurði vitna auk gagna málsins. Var þar sérstaklega litið til smáskilaboðanna sem maðurinn sendi stúlkunni þar sem maðurinn baðst afsökunar og lýsti því að þetta hefði verið „viðbjóður“ af hans hálfu. Í dómi héraðsdóms segir um skilaboðin:„Framangreind skilaboð benda til þess að hegðun ákærða hafi verið óviðeigandi en hann hefur ekki gefið fullnægjandi skýringar á þessu orðalagi. Þótt ákærði virðist hafa mátt sæta hótunum vegna málsins hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að hann hafi sjálfur valið þetta orðalag.“ Taldi héraðsdómur að miðað við trúverðugan framburð stúlkunnar, framburð kærastans, og framburð frænkunnar teldist það sannað að hann hefði káfað og klipið í rass brotaþola og í eitt skipti káfað á beru baki hennar og fært hendurnar inn á maga hennar innanklæða. Þar sem ekki voru vitni að því að maðurinn hafi viðhaft kynferðisleg ummæli um útlit stúlkunnar við hana var hann sýknaður af þeim hluta ákærunnar.Í dómi segir að þrátt fyrir að um fyrsta brot sé að ræða verði að líta til þess að maðurinn hafi verið í yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni sem yfirmaður hennar auk þess sem mikill aldursmunur var á þeim.Var maðurinn því dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sem fellur niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur, málsvarnarlaun verjanda síns, um eina milljón auk þóknunar skipaðs réttargæslumanns stúlkunnar, 420 þúsund krónur, og fimmtán þúsund krónur í annan sakarkostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira