Sýður á Palin eftir spjall við hinn „illa“ Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 11:27 Sacha Baron Cohen hefur ferðast um Bandaríkin og hrellt hina ýmsu stjórnmálamenn, til að mynda Söruh Palin. Vísir/getty Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan. Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Bandaríska stjórnmálakonan Sarah Palin vandar breska grínistanum Sacha Baron Cohen ekki kveðjurnar. Hann er að hennar mati illur og sjúkur eftir að honum tókst að narra Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður. Greint var frá því á dögunum að grínistinn, sem er hvað þekktastur fyrir að glæða Ali G, Borat og Bruno lífi, hafi síðastliðið ár unnið að gerð nýrrar þáttaraðar. Í þáttunum kannar Cohen hinar ýmsu hliðar bandarískra stjórnmála og er hann sagður hafa tekið þungavigtarmenn á borð við Bernie Sanders og Dick Cheney tali - auk fyrrnefndrar Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkjanna árið 2008. Vísir greindi til að mynda frá því að grínistinn hafi fengið Cheney til að árita vatnspyntingatól að spjalli þeirra loknu.„Já, við vorum plötuð. Þú náðir mér, Sacha. Líður þér betur núna?“ spyr Sarah Palin á Facebook-síðu sinni og bætir við að hún hafi nú bæst við langan lista þekktra Bandaríkjamanna sem hafa látið hinn „illa og sjúka“ breska „grínista“ narra sig.Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatólPalin segir að hún hafi ferðast með dóttur sinni til Washington D.C. þar sem viðtalið átti sér stað, en hún hafði talið það vera innlegg í „alvöru heimildarþætti“ eins og hún orðar það. Þar hafi Cohen tekið á móti henni í gervi fyrrverandi hermanns, sem notaðist við hjólastól. Hún segir sig hafa þurft að líða ýmsar svívirðingar í viðtalinu og að grínistinn hafi talað niður til sín og bandarískra hermanna. Að lokum hafi hún fengið nóg, staðið upp og rifið hljóðnemann af sér. Þar að auki segir Palin að framleiðendur þáttanna hafi vísvitandi ekið sér og dóttur hennar á rangan flugvöll. Það hafi orðið til þess að mæðgurnar misstu af fluginu heim til Alaska, þar sem Palin var eitt sinn ríkisstjóri. Hún skorar á Cohen og aðra framleiðendur að gefa ágóðan af þáttunum til samtaka sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þættir Cohen, sem bera nafnið Who is America? hefja göngu sína næstkomandi mánudag. Færslu Palin má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, áritar brúsa sem er hannaður fyrir vatnspyntingar. 9. júlí 2018 20:50